Á morgun, miðvikudag, fáum við góðan gest í heimsókn til okkar í Maður er manns gaman. Halldóra Björnsdóttir kemur og fjallar um mikilvægi hreyfingar. Samveran hefst klukkan 13:30. Allir hjartanlega velkomnir.
Kyrrðarstund verður í kirkjunni á morgun, miðvikudag, og hefst klukkan 12:00. Eftir hana verður léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.
Kirkjuprakkarar hittast hressir og kátir klukkan 16:00 alla miðvikudaga. Öll börn á aldrinum 7 – 9 ára eru velkomin í kirkjuprakkara.