Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.11.00. Gerðubergskórinn kemur í heimsókn og syngur.
Það er fyrir löngu orðin skemmtileg hefð fyrir heimsókn Gerðubergskórsins á annan sunnudag í aðventu. Stjórnandi Gerðubergskórsins er Kári Friðriksson og undirleikari Árni Ísleifs. Organisti við guðsþjónustuna er Örn Magnússon og prestur sr.Þórhallur Heimisson. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu og aldrei að vita nema kórinn taki einhver létt og skemmtileg jólalög yfir kaffibollanum.