Já þetta er alveg rétt, við erum að fara á flakk næsta sunnudag. Okkur er boðið að taka þátt í vorhátíð hjá kirkjunum í Breiðholti. Hátíðin er haldin í Seljakirkju og hefst klukkan 11:00. Það er hægt að mæta beint í Seljakirkju eða mæta í kirkjuna okkar og ganga saman á hátíðina.
Við göngum af stað klukkan 10:40.
Á hátíðinni verður mikið fjör, skemmtilegur söngur og auðvitað Biblíusaga. Að lokum verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi.
Hittumst í sunnudagaskólanum með gleðibros á vör og sól í hjarta.