Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman. Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu. Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.
Að þessu sinni heimsækir okkur Arnheiður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsugæslunni, og fjallar hún um mataræði barna. Góður tími gefst til fyrirspurna.
Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir