Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffisopi eftir messu í safnaðarheimilinu. Þetta er síðasta messan fyrir sumarleyfi starfsfólks kirkjunnar en gert verður messuhlé fram í ágúst og er sá tími er notaður til þess að annast nauðsynlegt viðhald kirkjunnar. Kirkjan er hins vegar opin í allt sumar og prestur ávallt tiltækur á viðtalstíma, þriðjudaga til föstudaga milli 11 og 12. Einnig eru kyrrðarstundirnar áfram á miðvikudögum í allt sumar.