Innritun væntanlegra fermingarbarna 2009 fer fram í safnaðarheimili Breiðholtskirkju fimmtudaginn 28. ágúst kl. 16. Fyrsta samvera fermingarbarnanna verður laugardaginn 6. september frá kl. 11 til 15:30 og kynningarmessa fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra sunnudagnn 7. september kl.11. Að lokinni messu verður stuttur fundur í safnaðarheimilinu þar sem fyrirkomulag fræðslunnar verður kynnt nánar. Frá og með þriðjudeginum 9. september verða fermingarfræðslutímarnir einu sinni í viku.
Væntanlegir fermingardagar vorið 2009 verða 5. apríl, 13.apríl og 19. apríl kl. 13:30. Einnig er boðið upp á eina fermingarmessu í maí eins og venja er í Breiðholtskirkju og verður hún 10. maí kl. 11.
Kennslubókin sem notuð verður í vetur heitir Bókin um Jesú og einnig verður Messulykillinn notaður eins og undanfarin ár. Báðar bækurnar er hægt að kaupa í kirkjunni, Bókin um Jesú var einnig notuð í fyrra en Messulykillinn er vinnubók sem ekki er hægt að fá lánaða frá eldri nemendum.