Það var sannarlega skemmtilegt hjá krökkunum í TTT síðastliðinn laugardag. Þá fóru þau upp að Hvaleyrarvatni þar sem tekin voru upp atriði í stuttmynd. Stuttmyndin fjallar um syndaflóðið og það verður spennandi að sjá afraksturinn, en stefnt er að því að sýna myndina í messu nú í maí.
Næst hittast krakkarnir á þriðjudaginn klukkan 15:00 í kirkjunni til að halda áfram með myndina.