Messa kl. 11 sunnudaginn 27. júní. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Guðspjall dagsins eru orð Jesú úr Lúkasarguðspjalli þar sem m.a. segir: Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. ATH. þetta er síðasta messan fyrir sumarleyfi starfsfólks. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.