Miðvikudaginn 3. nóvember milli kl. 17:30 og 21:00 munu fermingarbörn ganga um hverfið og safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Um er að ræða söfnun sem fermingarbörn af öllu landinu taka þátt í. Ef einhver missir af því að fá fermingarbörnin heim að dyrum má leggja söfnuninni lið með því að hringja í 907 2002 og gefa 1000 kr. eða 907 2003 og gefa 2500 kr. Einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikning 334-26-56200 kr. 450670-0499. Markmiðið er að safna fyrir einum vatnsbrunni í Afríku frá Breiðholtssókn.