Fjórða sunnudag í aðventu 19. desember verða jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Umsjón hefur Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni. Kveikt verður á fjórða aðventukertinu, englakertinu, börn leika á hljóðfæri og tekið verður á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar. Jólasöngvar verða í fyrirrúmi og boðakapur aðventu og jóla boðaður með kærleika og frið. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að lokinni stundinni.