Styrktartónleikarnir sem voru haldnir í Breiðholtskirkju 24. október tókust feykilega vel. Við þökkum innilega öllum listamönnum, sem komu fram: Jazztríóinu Jamm, en sérstaklega Jónasi Þóri, stjórnanda þess, Ómari Einarssyni og Jóni Rafnsyni. Við þökkum söngvurunum Agli Ólafssyni og Maríu Magnúsdóttur. Einnig Matthíasi Stefánssyni, fiðlusnillingi, sem hljóp í skarð Grétu Salóme á síðustu stundu. Við þökkum hjónunum Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur og Matthíasi Baldurssyni þeirra framlag. Stórsveit Íslands spilaði ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur, undir styrkri stjórn Daða Þórs Einarssonar. Þeim er þakkað. Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar organista reið á vaðið af sinni alkunnu snilld. Kærar þakkir.