Góð aðsókn var í guðsþjónustur yfir hátíðarnar. Á aðfangadagskvöld var næstum full kirkja af fólki. Yfir jóladagana komu tæplega 400 manns í kirkju. Breiðholtssöfnuður var með guðsþjónustur á aðfangadag og jóladag en alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju á öðrum degi jóla.
Á aðfangadag söng Kór Breiðholtskirkju undur fallega undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Sönghópur barna úr 6-9 ára starfinu söng þrjú jólalög og hrifu þau alla. Sr. Magnús Björn Björnsson söng hátíðartón og prédikaði. Kirkjan var afar hátíðleg. Kertaljós loguðu, jólarósir og jólatré fallega skreytt, og rauð lýsingin gerði allt mjög jólalegt.
Á öðrum degi jóla var jólaguðsþjónusta alþjóðlega safnaðarins kl. 14. 57 manns frá fjölda þjóða komu saman til að fagna komu frelsarans. Sr. Toshiki Toma skírði mann frá Asíu. Örn Magnússon lék undir jólalög bæði á flygil og orgelið. Eftir guðsþjóustuna var gleði og fögnuður í sameiginlegu kaffi í safnaðarsal kirkjunnar.