Sunnudaginn 14. júní heldur samstarf safnaðanna í Breiðholtinu áfram með því að ganga saman til messu. Lagt verður af stað frá Breiðholtskirkju kl. 10 og gengið til messu í Fella- og Hólakirkju sem hefst kl. 11. Birna Bjarnleifsdóttir mun annast leiðsögn og segja frá sögu og staðháttum. Eftir hressingu að lokinni messu verður boðið upp á akstur til baka að Breiðholtskirkju. Sameinum á sunnudaginn, útivist, hreyfingu og helga stund í kirkju.