Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður nk. sunnudag 30. ágúst. Hann hefst samhliða messunni kl. 11 en síðan fara börnin niður í safnaðarheimili þar sem tekur við söngur, sögur og bænir að ógleymdri fjársjóðskistunni. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þær Nína Björg Vilhelmsdóttir, Karen Ósk Sigþórsdóttir og Linda Rós Sigþórsdóttir. Í messu sunnudagsins þjónar sr. Bryndís Malla Elídóttir og Julian E. Isaacs leikur á orgelið. Eftir messuna sameinast allir í safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á djús, kaffi og te. Verið velkomin í kirkju á sunnudaginn!