Innritun fermingarbarna vorsins 2010 fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar þriðjudaginn 1. september milli klukkar 16 og 17. Fermingarfræðslan hefst laugardaginn 5. september kl. 10. Fermingarfræðslan verður síðan vikulega á þriðjudögum, fyrri tíminn kl. 15:15 og síðari tíminn kl. 16:15. Sunnudaginn 6. september verður fundur með foreldrum fermingarbarnanna strax að lokinni kynningarmessu sem hefst kl. 11. Allar nánari upplýsingar veita prestar kirkjunnar í síma 587 1500.