Þriðjudaginn 10. nóvember verður hugmyndakvöld í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem kynntar verða hugmyndir að jólagjöfum sem hægt er að gera heima og kosta ekki mikið. Þar verða sýnishorn og hugmyndir, jafnvel hægt að læra af öðrum og fá uppskriftir. Sýnd verður ýmis konar handavinna, föndur, kort og fleira. Öllum er velkomið að koma og sækja sér hugmyndir eða deila hugmyndum sínum með öðrum. Nánari upplýsingar gefur Bryndís Malla í síma 892 2901.