
Andakt í tilefni allraheilagramessu
Kór Breiðholtskirkju
30. október kl.15:15 í Breiðholtskirkju
Miðaverð 2.500 kr og 50% afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja og námsemnn.
Efnisskrá:
Ásta Sigríður Arnardóttir, sópran
Fjölnir Ólafsson, barítón
Steingrímur Þórhallsson, orgel
Örn Magnússon, stjórnandi
Kór Breiðholtskirkju
Um efnisskrána:
Frumflutt verður nýtt verk sem Steingrímur Þórhallsson orgelleikari og tónskáld samdi sérstaklega fyrir kórinn Justorum Animae.
Sálumessa (Requiem í d moll, op 48) eftir Gabriel Fauré (1845-1924).
Fauré samdi þetta verk á árunum 1887 til 1890. Þetta kórverk, kaþólsk sálumessa með latneskum texta, er frægast af stærri verkum hans. Verkið er í sjö hlutum og er fyrir sópran og baritón einsöngvara, blandaðan kór og orgel. Verkið var frumflutt í sinni fyrstu gerð við útför í París 1888 og tekur um 35 mínútur í flutningi. Verkið var flutt í sinni endanlegu gerð við útför Fauré sjálfs árið 1924.
Auk þess að prýða messur og aðrar athafnir í kirkjunni með söng sínum undirbýr kórinn einnig stærri og viðameiri verkefni yfir árið.
Kórinn söng Hallgrímsmessu nú í október ásamt sr. Magnúsi Birni Björnssyni sóknarpresti, en Hallgrímsmessa er einstakur viðburður sem á upptök sín í Breiðholtskirkju og sú messa er sungin einu sinni á ári. Í desember verða haldnir hinir árlegu jólatónleikar Kórs Breiðholtskirkju með sinni rökkurstemningu og kertaljósum. Kórinn tók þátt í Myrkum músíkdögum í flutningi á Úr Egils sögu (2004) eftir Gavin Bryars ásamt Caput hópnum og færeyska stórsöngvaranum Runi Brattaberg. Af öðrum stærri verkefnum kórsins má nefna mótettur J.S. Bach Jesu, meine Freude, Singet dem Herrn, Lobet den Herrn og fimm mótettur úr Canticum Canticorum / Ljóðaljóðin eftir Palestrina. Einnig hefur kórinn frumflutt verk sérstaklega skrifuð fyrir kórinn eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Birgitt Djupedal, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson.