Föstudaginn 22. janúar hittast foreldrar með ung börn sín í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni mun koma í heimsókn og fjalla um næringu og umönnun ungbarna. Góð aðstaða er í kirkjunni fyrir börnin og boðið upp á hressingu fyrir foreldrana. Foreldramorgnarnir eru alla föstudaga en nánari upplýsingar gefur Emilía G. Svavarsdóttir í síma 849 8459.