Næsta sunnudag, 4. júní er sjómannadagurinn og jafnframt fyrsta gönguguðsþjónusta sumarsins hjá söfnuðunum í Breiðholti.
Gengið verður frá Seljakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00 og leiðir sr. Sigurður Már Hannesson gönguna.
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista og verða sungin bæði sjómannalög og sálmar. Einsöngvarar verða Bjarki Þór Bjarnason, Garðar Eggertsson og Inga Jónína Backman.
Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar.
Kl.14 verður ensk messa Alþjóðlega safnaðarins í Breiðholtskirkju. Prestar Toshiki Toma og Ása Laufey Sæmundsdóttir.
Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð. Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og hvetjum við Breiðhyltinga nær og fjær til að taka þátt. Þau sem treysta sér ekki í gönguna geta mætt beint í guðsþjónustuna.
11. júní er gengið frá Fella- og Hólakirkju að Breiðholtskirkju.
18. júní er gengið frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju.
25. júní er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.
2. júlí er gengið frá Fella- og Hólakirkju og Seljakirkju.