Næsta sunnudag verður helg stund í kirkjunni okkar kl. 20:00.

Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar organista flytur huggunarríka tónlist.

Minningarstund látinna ástvina fer fram í guðsþjónustunni við kertaljós.

Prestarnir okkar, sr. Pétur og sr. Jón Ómar þjóna fyrir altari.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Ensk messa Alþjóðlega safnaðarins verður á sínum stað kl.14:00.
Sunnudagaskóli fyrir smá börn á sama tíma í safnaðarheimili.

Prestur: Sr. Pétur Ragnhildarson.