Á aðventu og jólum hafa kirkjugestir í Breiðholtskirkju eflaust tekið eftir því að gluggarnir í safnaðarheimilinu og á neðri hæð kirkjunnar hafa verið skreyttir með fallegum og jólalegum myndum.
Listakonan sem útbjó skreytingarnar heitir Victoriia og er nýflutt til landsins frá Úkraínu. Hún bauðst til þess að skreyta gluggana í upphafi aðventu, en hún komst í tengsl við Breiðholtskirkju í gegnum alþjóðlega söfnuðinn sem hefur aðsetur sitt í kirkjunni.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af listakonunni og nokkrum af skreytingunum.