Skírdagur, 28. mars.
Heilög kvöldmáltíð og Getsemanestund kl. 20:00. Prestur sr. Pétur Ragnhildarson. Organisti Örn Magnússon. Bergþóra Lind Ægisdóttir leiðir sönginn.
Föstudagurinn langi, 29. mars.
Á föstudaginn langa kl. 17.00 verður frumflutt í Breiðholtskirkju, verkið Passía eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Passía er samin fyrir blandaðan kór, fjóra einsöngvara, hljóðfæraleikara og lesara. Texti Passíu er fenginn úr passíusálmum Hallgríms Péturssonar og þeim fléttað saman við frásagnir guðspjallanna af atburðum föstudagsins langa. Í verkinu, sem tekur rúma klukkustund í flutningi, er píslarsagan sögð með einstökum hætti. Einsöngvarar í verkinu eru Ásta Sigríður Arnardóttir og Bergþóra Linda Ægisdóttir sem fara með hlutverk guðspjallamanna, Áslákur Ingvarsson sem fer með hlutverk Pílatusar og Hafsteinn Þórólfsson sem syngur hlutverk Jesú. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel, Össur Ingi Jónsson á cor anglais, og Katrin Heyman á þverflautu. Saxófónleikinn annast Óskar Guðjónsson. Kór Breiðholtskirkju syngur og stjórnandi flutningsins og lesari er Örn Magnússon.
Páskadagur – 31. mars.
Hátíðarmessa kl. 09:00. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Morgunverður í safnaðarheimili eftir messu, þar sem allir koma með meðlæti og leggja á borð.
Guðsþjónusta alþjóðlega safnaðarins á páskadag á ensku kl. 14:00. Prestur: Sr. Toshiki Toma. Organisti: Örn Magnússon. Ásta Sigríður Arnardóttir leiðir sönginn.