Á hvítasunnudag, 19. maí næstkomandi, verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 í Breiðholtskirkju.
Þetta er sameiginleg stund Breiðholtsprestakalls og Alþjóðlega safnaðarins. Verður stundin því bæði á íslensku og ensku, auk þess sem ritningarlestrar og bænir verða fluttir á fleiri tungumálum, líkt og Farsí, þýsku og japönsku.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og Sr. Toshiki Toma prédikar.
Kór Breiðholtskirkju leiðir safnaðarsönginn og flytur tónlist undir stjórn Arnar Magnússonar organista.
Léttar kaffiveitingar eftir stundina.
Verið hjartanlega velkomin.