Í júlí verður ekki helgihald á sunnudögum í Breiðholtskirkju. Alla miðvikudaga eru kyrrðarstundir kl. 12:00 og samfélag eftir þær. Í Seljakirkju eru guðsþjónustur á sunnudögum kl. 11:00.

Fram að Verslunarmannahelgi er ekki hefðbundinn opnunartími í kirkjunni. Guðsþjónustur hefjast aftur í Breiðholtskirkju í ágúst og allt hefðbundið safnaðarstarf í september. Fylgist með auglýsingum hér á heimasíðunni og Facebooksíðunni okkar.

Fyrir prestsþjónustu hafið samband við Sr. Jón Ómar Gunnarsson, jon.gunnarsson@kirkjan.is.

Fyrir upplýsingar um salaleigu og annað starf kirkjunnar er best að senda tölvupóst á breidholtskirkja@kirkjan.is

Alþjóðlegi söfnuðurinn

Enskar messur verða í sumarfríi frá 22. júlí mánudegi til og með 5. ágúst þriðjudegi en eru annars á sunnudögum kl. 14:00.

 

Tjaldkirkjan okkar á sumarkvöldi. Myndina tók sr. Pétur R.