Næsta sunnudag verður Hallgrímsmessa kl. 11:00 í Breiðholtskirkju.
Kór Breiðholtskirkju leiðir söng undir stjórn Arnar Magnússonar. Prestur er séra Jón Ómar Gunnarsson, sungið er messutón úr Graduale frá Hólum í Hjaltadal (1594) og inn í það fléttað sálmum, meðal annars eftir Hallgrím Pétursson. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga. Sungið er úr andlegri keðju Hallgríms.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Nönnu æskulýðsfulltrúa og Fannars Smára.
Ensk messa í alþjóðlega söfnuðinum kl. 14:00.
Prestur: sr. Toshiki Toma.
Organisti: Örn Magnússon.
Verið velkomin í Breiðholtskirkju.