Sunnudagurinn 23. febrúar er Biblíudagurinn. Það er sá dagur í kirkjuárinu sem er á sérstakan hátt tileinkaður Biblíunni. Þá verður guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur er sr. Pétur Ragnhildarson.

Í tilefni af Biblíudeginum verður eftir stundina boðið til málstofu í safnaðarsalnum þar sem Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor emeritus mun flytja erindið ,,Ég hef augu mín til fjallanna. 121. Davíðssálmur og biblíuþýðingar.“

Messukaffi eftir stundina.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 í umsjón Dórótheu og Fannars.

 

Ensk messa alþjóðlega safnaðarins kl. 14:00.

 

Verið hjartanlega velkomin til kirkju á Biblíudaginn.

 

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus.