Hollvinafélag Breiðholtskirkju
Hollvinafélag Breiðholtskirkju er áhugamannafélag sem hefur það að markmiði að styðja við kirkju- og menningarstarf í söfnuðinum. Stofnfundur félagsins var haldinn 11. september 2011 og síðan hefur félagið staðið fyrir fundum um margvísleg efni. Á fyrsta starfsvetri félagsins voru Hollvinir með basar á Hausthátíð kirkjunnar og stóðu fyrir velheppnaðri Þorragleði. Félagið hefur einnig styrkt söfnuðinn með beinum hætti meðal annars með því að kaupa fermingarkirtla, styrkja sunnudagaskólastarfið og fermingarbörnin.
Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda tölvupóst til Önnu M. Axelsdóttur, sem er gjaldkeri Hollvinafélagsins, netfang: amax@simnet.is.