Fermingarstarfið
ENGLISH BELOW
Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matt. 28.18-20).
Ferming í Breiðholtskirkju
Orðið ferming merkir að staðfesta. Fermingin er staðfesting á skírnarheitinu þar sem fermingarbarn játar að vilja gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Fermingin sjálf er hátíðleg athöfn þar sem hvert fermingarbarn stígur fram og krýpur við altarið. Þar fer fermingarbarnið með ritningarorð sem það hefur valið sér og presturinn biður fyrir því og blessar það.
Undirbúningur fermingarinnar skipar stóran sess í safnaðarstarfi Breiðholtskirkju og fræðslustarfi þjóðkirkjunnar. Á hverju ári fermast að jafnaði um 60 ungmenni í Breiðholtsprestakalli. Prestar Breiðholtsprestakalls þeir sr. Jón Ómar Gunnarsson (jon.gunnarsson(hja)kirkjan.is) og sr. Pétur Ragnhildarson (petur.ragnhildarson(hja)kirkjan.is) munu hafa umsjón með fermingarstarfi í Breiðholtskirkju í vetur og veita fúslega upplýsingar.
Skráning í fermingarfræðslu fer fram á vefskráningarsíðu sem opnast með því að smella hér.
Fermingarfræðslan í Breiðholtskirkju fer fram vikulega á þriðjudögum kl. 15:00.
Fermingardagar: Fermt verður í Breiðholtskirkju sunnudaginn 6. apríl og sunnudaginn 27. apríl 2025. Fermingarathafnir fara fram kl. 11:00.
Fermingarfræðslugjald er greitt skv. gjaldskrá kr. 24.148 (www.prestafelag.is/gjaldskra).
ENGLISH:
Confirmation in the Evangelical Lutheran Church of Iceland
The Bible teaches us that baptism is God’s gift to us. Baptism is one of the churches two sacraments and is a symbol of God’s love to us and it marks the beginning of our life as his followers. When parents bring their children to be baptized, they promise to teach and support their child to become Jesus’ disciples. Confirmation classes at a local parish are an important part of this promise.
During confirmation confirmants are given the opportunity to explore faith, life and to affirm their baptismal promise. Confirmation is a place where young people learn about the promises God has made, why God has made them and how this impacts our lives today. In order to understand this, we need to look deeply into the Bible to see how God has worked throughout history and still continues to work today.
Confirmation classes at Breiðholtskirkja are for all children in the 8th grade who wish to affirm their baptism, everyone is welcome to participate and church membership is not a requirement.
Classes at Breiðholtskirkja are on a weekly basis, Tuesdays at 3 pm.
Confirmation services in the spring of 2025 will be held on April 6th at 11 am and on April 27th at 11 am.
To register for confirmation please follow this link:
https://breidholtsprestakall.skramur.is/input.php?id=1
Please note that there is a fee for confirmation classes, currently at kr. 24.000.
For further information please contact rev. Jon Omar Gunnarsson (jon.gunnarsson@kirkjan.is). Tel.: 557 3200 eða 866 7917