Guðsþjónustur

Sunnudaga kl. 11:00

Guðsþjónustur með altarisgöngu eru í Breiðholtskirkju hvern helgan dag kl. 11 á tímabilinu frá sept. til loka maí. Sunnudagaskólinn er í Fella- og Hólakirkju.

Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju hefur sitt helgihald kl. 14. Þær eru á ensku, með túlk af AI samtímis.

Í Breiðholtsprestakalli eru tvær sóknir og kirkjur, Breiðholtskirkja og Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónustur eru kl. 17 í Fella- og Hólakirkju um leið og sunnudagaskólinn.

Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju

Sunnudaga kl. 14:00

Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju (The International Congregation in Breiðholts Church) kemur saman á sunnudögum kl. 14:00 í Breiðholtskirkju. Hann hefur bænastundir og guðsþjónustur sem fara fram á ensku. Barnagæsla er á meðan guðsþjónustan fer fram. Síðasta sunnudag í mánuði eru guðsþjónustur á farsí. Séra Toshiki Toma og séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestar innflytjenda og hælisleitenda, hafa umsjón með starfinu.

Kyrrðarstundir

Miðvikudaga kl. 12:00

Kyrrðarstundir eru í hádeginu á miðvikudögum kl. 12:00 allt árið um kring. Organistinn byrjar á því að leika á orgelið meðan fólk er að koma til kirkju. Kl. 12:10 hefst síðan stutt helgistund með ritningarlestri, altarisgöngu og fyrirbæn. Að stundinni lokinni, um kl. 12:40 stendur til boða léttur málsverður í safnaðarheimilinu. Þátttakendur og starfsfólk kirkjunnar taka á móti bænarefnum.